Um borð í nýjum Aðalsteini Jónssyni – Myndir

Nýr Aðalsteinn Jónsson kom til hafnar á Eskifirði á mánudag. Það er stærsta fiskiskip Íslendinga.


Skipverjar hafa í vikunni verið að gera skipið klárt til síldveiða.

Skipið er keypt frá Noregi og var smíðað árið 2004 í Fitjar Mek Verksted. Það er hannað af Wärtsila í Finnlandi og aðalvélar skipsins eru frá því fyrirtæki.

Það er ekki bara hannað sem fiskveiðiskip heldur einnig rannsóknarskip. Rúm er um borð fyrir 30 manns og í því er rafdrifin skrúfa sem gengur undir skipið og það getur knúið sig áfram á en það hentar einkum við að halda kyrru fyrir á afmörkuðum stað við rannsóknir.

Skipið er 94 metra langt, 17,6 metrar að breidd og ber 2300 rúmmetra. Það á að nýtast Eskju vel til að afla hráefnis í nýtt uppsjávarfrystihús sem verið er að reisa auk þess sem það hentar vel til kolmunnaveiða.

Austurfrétt skrapp um borð í vikunni.

Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0002 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0006 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0014 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0027 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0029 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0032 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0035 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0036 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0037 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0039 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0040 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0042 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0053 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0058 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0059 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0060 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0062 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0047 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0064 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0071 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0074 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0077 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0081 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0083 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0088 Web
Adalsteinn Jonsson Nyr 20161103 0094 Web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.