Umfangsmikil öryggisæfing við Norrænu í dag

Stór almannavarnaæfing verður við Norrænu á Seyðisfirði eftir hádegi í dag. Meðal annars verða þyrla og björgunarbátar á ferðinni.

Þau tæki verða nýtt þar til til stendur að æfa rýmingu Norrænu. Fjölmargir aðilar koma að æfingunni þar sem reynt verður á samskipti, viðbrögð og samhæfingu Landhelgisgæslunnar, Smyril-Line, Neyðarlínu, björgunarsveita, Rauða krossins, Brunavarna á Austurlandi, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, Seyðisfjarðahafna og lögreglu.

Æfingin hefst klukkan 13:00 og stendur í tvo og hálfan klukkutíma. Skipuleggjendur biðja bæjarbúa fyrirfram velvirðingar á ónæði sem æfingin kann að valda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar