Umferðartafir við Jökulsá í Lóni út júní

Búast má við umtalsverðum töfum á brúnni yfir Jökulsá í Lóni til loka júnímánaðar á meðan unnið er við viðgerð á brúnni. Skipta þarf út öllu timbri á brúnni.


Viðgerðin hófst í gær en varað er við 20-30 mínútna töfum í senn á milli klukkan 7-19 fram til 30. Júní.

Brúin er 247 löng og einbreið, byggð árið 1952. Undirstöður hennar eru steyptar en yfirbyggingin samanstandur af stálbitum og timburgólfi.

Timbrið er illa farið og verður því öllu skipt út. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er verkið unnið þannig að gólfið er sagað jafnóðum í 4 metra langa fleka, híft af og forsmíðaðir flekar hífðir á í staðinn. Einnig verður sett nýtt vegrið.

Þar sem brúin er einbreið og í fullri notkun á Hringveginum vinnst verkið hægt en brúnni er lokað í 20-30 mínútur í einu meðan flekarnir eru hífðir af og á.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.