Umferð hvergi aukist jafn mikið og á Austurlandi

Umferð á Þjóðvegi 1 hefur hvergi aukist meira hlutfallslega en á Austurlandi síðustu mánuði miðað við síðasta ár.

Þetta kemur fram í skammtímavísum frá Hagstofu Íslands en þar vísað í mælingar Vegagerðarinnar.

Jókst umferðin á Þjóðvegi 1 (Hringvegurinn) í fjórðungnum um heil 83 prósent milli ára í septembermánuði einum saman. Umferðaraukningin einnig hlutfallslega mest á landsvísu hér þegar ágúst og september eru teknir saman en 17 prósent fleiri bílar voru á ferð á þjóðveginum Austanlands þetta árið en 2020.

Hagstofan tiltekur engar ástæður fyrir stóraukinni umferð en leiða má líkum að því að þær séu annars vegar almennt meiri straumur erlendra ferðamanna en í fyrra en ekki síður innlendra ferðamanna sem sóttu í stórkostlegt veðrið austanlands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.