Umferð um hringveginn á Austurlandi minnkar um nær 50%

Umferðin á Hringveginum í september, miðað við sama mánuð í fyrra, dróst saman um heil 16,3 prósent sem er sjöfalt meiri samdráttur en áður hefur mælst. Mestur var samdrátturinn á Austurlandi eða nær 50%.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þar segir að þannig sé um gríðalega mikinn samdrátt er að ræða. Hér stýrir COVID för og fækkun ferðamanna enda hefur umferð á ferðamannaleiðum dregist saman um t.d. 75 prósent á Hringvegi í Lóni. Þar munar væntanlega mestu um ferðamennina.

Útlit er fyrir 11-12 prósenta samdrátt í ár í heildina, sem hefur ekki áður mælst svo mikill. 

Samdráttur varð í öllum landssvæðum en mest dróst umferð saman um mælisnið á Austurlandi eða um tæp 49% en minnst við höfuðborgarsvæðið eða tæp 4%. Af öðrum fjórðungum má nefna að umferðin minnkaði um 38% á Norðurlandi,29,5% á Suðurlandi og 19% á Vesturlandi.

Frá áramótum

Nú hefur umferðin, í umræddum mælisniðum, dregist saman um 12,5%, frá áramótum, miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Hér er sömuleiðis um nýtt met í samdrætti að ræða miðað við árstíma þar sem áður hafði mest mælst 5,2% samdráttur á sama tíma milli áranna 2010 og 2011.  Þessi samdráttur nú er því meiri en tvöfalt meiri en áður hefur sést, að því er segir á vefsíðunni.

Hvað árið í heild varðar hefur umferðin einnig mest dregist saman á Austurlandi eða um 28,5% en minnst við höfuðborgarsvæðið eða um 5,6%

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar