Umsóknum um hreindýraveiðileyfi fjölgar milli ára

Frestur til að sækja um veiðileyfi til hreindýraveiða til Umhverfisstöfnunar rann út í gær 15. febrúar.  Um 3800 umsóknir bárust, sem er rúmlega 500 umsóknum fleiri en á síðasta ári.  Dregið verður úr innsendum umsóknum 20. febrúar næstkomandi.

hreindyraveidimadur.jpgAð sögn Jóhanns G. Gunnarssonar starfsmanns Veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum hafa umsóknir um hreindýraveiðileyfi aldrei verið fleiri en nú, eða 3800 talsins, sem er rúmlega 500 umsóknum meira en í fyrra.  Reyndar hefur umsóknum verið að fjölga árvisst síðan þetta sölukerfi var tekið upp.

,,Það er eftir að fara yfir umsóknirnar og athuga hvað er gilt af þeim næstu daga, áður en veiðileyfin verða dregin úr umsóknunum. Það virðist vera mest aukning á umsóknum um leyfi fyrir tarfi á svæði 1 og 2 þar sem veiðileyfin eru dýrust, en það gæti skýrst af því að nú er ekki leyft að fella kálfa í fyrsta skipti og veiðimenn sem fullnægðu kjötþörfinni með kjöti af kýr og kálfi telja sig nú kannski þurfa tarf, til að fá nægt kjöt", segir Jóhann.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.