Skip to main content

Ungir austfirskir framsóknarmenn vilja hætta aðildarviðræðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. mar 2010 10:17Uppfært 08. jan 2016 19:21

Stjórn Eysteins – félags ungra framsóknarmanna á Austurlandi, skorar á ríkisstjórn Íslands að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og draga aðildarumsóknina til baka.

 

ImageStjórnin sendi frá sér ályktun þar að lútandi í gærkvöldi. Í henni segir að viðræðurnar séu ótímabærar og engar forsendur fyrir þeim. Aðild að sambandinu hafi mikil áhrif á sjávarútveg og landbúnað og þar af leiðandi landsbyggðina í heild sinni. Einnig er vísað til lítils vægis innan ESB vegna smæðar landsins.

„Eins og fram hefur komið eru ekki miklar líkur á að einhverskonar sérsamningar náist fyrir Íslendinga frekar en fyrir aðrar þjóðir og þar af leiðandi eru allar forsendur er komu fram í ályktun Framsóknarflokksins um Evrópusambands aðild á síðasta flokksþingi brostnar.“

Stjórnin hvetur þingmenn flokksins til að sýna samstöðu og einurð í andstöðu sinni við aðildarviðræður. Hún hvetur enn fremur unga framsóknarmenn til að einbeita sér „að þeim brýnu verkefnum sem krefjast úrlausnar á Íslandi í dag,“ en aðalstjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsti nýverið yfir ánægju sinni með að aðildarviðræðurnar væru í réttum farvegi.