Ungir austfirskir framsóknarmenn vilja hætta aðildarviðræðum

Stjórn Eysteins – félags ungra framsóknarmanna á Austurlandi, skorar á ríkisstjórn Íslands að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið og draga aðildarumsóknina til baka.

 

ImageStjórnin sendi frá sér ályktun þar að lútandi í gærkvöldi. Í henni segir að viðræðurnar séu ótímabærar og engar forsendur fyrir þeim. Aðild að sambandinu hafi mikil áhrif á sjávarútveg og landbúnað og þar af leiðandi landsbyggðina í heild sinni. Einnig er vísað til lítils vægis innan ESB vegna smæðar landsins.

„Eins og fram hefur komið eru ekki miklar líkur á að einhverskonar sérsamningar náist fyrir Íslendinga frekar en fyrir aðrar þjóðir og þar af leiðandi eru allar forsendur er komu fram í ályktun Framsóknarflokksins um Evrópusambands aðild á síðasta flokksþingi brostnar.“

Stjórnin hvetur þingmenn flokksins til að sýna samstöðu og einurð í andstöðu sinni við aðildarviðræður. Hún hvetur enn fremur unga framsóknarmenn til að einbeita sér „að þeim brýnu verkefnum sem krefjast úrlausnar á Íslandi í dag,“ en aðalstjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsti nýverið yfir ánægju sinni með að aðildarviðræðurnar væru í réttum farvegi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.