Ungur nemur, gamall temur

Hjúkrunarheimilin Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsalir á Fáskrúðsfirði voru meðal þeirra sem hlutu styrki úr Rannsóknarsjóði Hrafnistu á dögunum. Styrkurinn er veittur til verkefnis sem nefnist Ungur nemur, gamall temur.

Markmið sjóðsins, sem er í eigu Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, eiganda Hrafnistuheimilanna, er að stuðla að nýjungum og þróun í málefnum aldraða. Sjóðurinn er opinn öllum, einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum, sem stunda rannsóknir, formlegt nám eða annað sem stuðlað getur að jákvæðri þróun í málaflokknum.

Lestrarþjálfun barna með öldruðum
Hjúkrunarheimilin Hulduhlíð og Uppsalir í Fjarðarbyggð hlutu styrk að upphæð 200.000 krónur. Heiti vekefnisins er Ungur nemur gamall temur. Markmið þess er að fá grunnskólabörn í heimsókn á hjúkrunarheimilin og taka þar þátt í lestrarátaki. Börnin æfa sig í lestri með því að lesa fyrir íbúa sem veita þeim leiðsögn á meðan á lestrinum stendur. Margvíslegur ávinningur verður af verkefninu; börnin eflast í lestri, íbúar fá heimsóknir grunnskólabarna, sem dregur úr einveru, auk þess sem þeir taka þátt í uppbyggingarverkefni með börnum. Með verkefninu er verið að tengja saman kynslóðir, skapa notalegan vettvang fyrir samveru yngstu og elstu kynslóðar samfélagsins með því að fá ungviðið í reglulegar heimsóknir.


Margvíslegur ávinningur
Ragnar Sigurðsson er framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna: „Um nokkurt skeið hefur verkefni verið í gangi í Fjarðabyggð sem miðar að því að félag eldri borgara á Reyðarfirði fer í heimsókn í grunnskólann og hlýðir á börnin í lestri. Verkefni hjúrkunarheimilanna snýr að því að útvíkka þar verkefni og fá börnin í heimsókn á hjúkrunarheimilin.

Við teljum að ávinningur verkefnisins verði margvíslegur; börnin eflast í lestri, íbúar fá heimsóknir grunnskólabarna sem dregur úr einveru auk þess sem þau taka þátt í uppbyggingarverkefni með börnum. Með verkefninu er verið að tengja saman kynslóðir, skapa notalegan vettvang til eflingar á yngstu og elstu kynslóðum samfélagsins og fá ungviðina í reglulegar heimsóknir.

Ráðgert er að hefja verkefnið nú í febrúar og að það standi yfir til áramóta í hið minnsta. Að því loknu verður árangurinn metinn í samráði við skólayfirvöld og ef vel tekst til þá verður formið á verkefninu mótað til framtíðar. Vonir standa tl að verkefnið gefist vel og að hægt verði að hafa lestrarsamkeppni og útskriftir á hjúkrunarheimilinu á vegum verkefnisins,” segir Ragnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.