Upptökur frá framboðsfundum
Upptökur frá framboðsfundi Austurgluggans/Austurfréttar með oddvitum allra framboða í Norðausturkjördæmi, sem haldinn var í Valaskjálf á fimmtudagskvöld, eru nú aðgengilegar á bæði YouTube og hlaðvarpsformi.Á fundinum var leitað svara við þeim málefnum sem helst brenna á austfirskum kjósendum. Komið var víða við, meðal annars rætt um fiskeldi, vegagerð, bílastæðagjöld, kostnað við flugsamgöngur, veiðigjöld, jafnréttismál, heilbrigðismál og raforkuframleiðslu með vindmyllum.
Um 80 manns mættu í Valaskjálf en að jafnaði rúmlega 100 manns fylgdust á hverjum tíma með vefútsendingu auk þess sem mun horfðu á hluta fundarins.
Fyrir þau sem ekki hafa enn náð að hlusta á fundinn þá er hann nú aðgengilegur í tvenns konar formi. Hægt er að horfa á hann á YouTube-rás Austurfréttar, en hann er einnig aðgengilegur í hlaðvarpsformi, annað hvort beint hér í gegnum hlaðvarpsaðgang Austurfréttar, í gegnum Spotify eða með RSS-straumi.
Þessu til viðbótar er vert að minnast á að oddvitafundur RÚV er einnig aðgengilegur hér á Austurfrétt og í gegnum Vimeo.