Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald

Héraðsdómur Austurlands hefur úrskurðað karlmann, sem grunaður er um grunaðan um hrottalega líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu sinni, í gæsluvarðhald til 4. nóvember

DV birti fréttir í gær um að konan lægi þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina sem átti sér stað á Vopnafirði. Í tilkynningu lögreglu fyrr í dag kom fram að maðurinn hefði verið handtekinn síðastliðinn miðvikudag.

Rannsókn málsins hefur staðið síðan og eftir gagnaöflun, meðal annars skýrslutöku yfir manninum, konunni og vitnum, var í dag farið fram á gæsluvarðhald yfir honum.

Í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi, í kjölfar úrskurðarins, segir að farið hafi verið fram á gæsluvarðhaldið á þeim forsendum að hann gæti haft áhrif á rannsóknina og til að verja aðra fyrir árásum hans. Manninum var birt nálgunarbann í vikunni. Fallist var á varðhaldið á þessum forsendum.

Þá var einnig farið fram á gæsluvarðhald á þeirri forsendu að brot mannsins gætu varðað allt að 10 ára fangelsi eða varðhald væri nauðsynlegt á grundvelli almannahagsmuna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar