Varað við stormi í nótt

77a1639b3992b92.jpg
Veðurstofa Íslands varar við snörpum vindhviðum á Austurlandi í nótt. Tryggingafélög hvetja fólk til að huga að lausum munum og koma í veg fyrir tjón.

„Ganga þarf tryggilega frá garðhúsgögnum, trampólínum, grillum og öðrum lausum munum. Setja inn í geymslu ef kostur er, en annars að fergja. Húsbílum, fellihýsum og hjólhýsum þarf að leggja í skjóli eða setja inn,“ segir í tilkynningu sem Vátryggingafélagið sendi frá sér í dag.

„Sérstaklega er varhugavert að láta hjólhýsi standa úti í miklum vindi því þau eru létt, taka mikinn vind á sig og hafa splundrast í miklum vindi á bílastæðum.“

Veðurstofan spáir  norðan 18-23 m/s á Austfjörðum og Austurlandi í nótt. Hvassast verður við sjóinn og í vindstrengjum við fjöll.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.