Skip to main content

Varað við stormi í nótt

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. sep 2012 22:47Uppfært 08. jan 2016 19:23

77a1639b3992b92.jpg
Veðurstofa Íslands varar við snörpum vindhviðum á Austurlandi í nótt. Tryggingafélög hvetja fólk til að huga að lausum munum og koma í veg fyrir tjón.

„Ganga þarf tryggilega frá garðhúsgögnum, trampólínum, grillum og öðrum lausum munum. Setja inn í geymslu ef kostur er, en annars að fergja. Húsbílum, fellihýsum og hjólhýsum þarf að leggja í skjóli eða setja inn,“ segir í tilkynningu sem Vátryggingafélagið sendi frá sér í dag.

„Sérstaklega er varhugavert að láta hjólhýsi standa úti í miklum vindi því þau eru létt, taka mikinn vind á sig og hafa splundrast í miklum vindi á bílastæðum.“

Veðurstofan spáir  norðan 18-23 m/s á Austfjörðum og Austurlandi í nótt. Hvassast verður við sjóinn og í vindstrengjum við fjöll.