Vara við snjósöfnun undir raflínum

Rarik varar útivistarfólk við að mikill snjór hefur safnast undir Borgarfjarðarlínum, sem liggur frá Fljótsdalshéraði yfir til Borgarfjarðar eystra.

Í tilkynningu frá Rarik segir að mikill snjór sé undir línunni í Sandadal, Sandaskörðum og yfir í Hólalandsdal. Þar sem vírinn er lægstur er hann kominn niður fyrir 1,5 metra.

Fólk sem á leið um þetta svæði er vinsamlegast beðið um að sýna varkárni. Fyrir nánari upplýsingar er bent á síma svæðisvaktar RARIK á Austurlandi, 528 9790.

Mikill snjór er undir háspennulínum í Sandaskörðum. Mynd: Rarik


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.