Varað við blæðingum í vegum eystra

Vegagerðin varar við aðstæðum á Fjarðarheiði og milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar þar sem blæðingar eru í vegunum. Eins er varað við slitlagskögglum sem brotna af bílum og geta verið varasamir.

Blæðingarnar verða í miklum hita, en veghiti á Fjarðarheiði er nú kominn yfir 30 gráður.

Þeim tilmælum er beint til ökumanna að draga úr hraða þegar þeir mætast og skoða dekkin áður en haldið sé í langfærð og hreinsa þau með dekkjahreinsi ef vart verði við tjöru.

Mynd úr safni.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.