Varað við hríð í fyrramálið

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna hríðarveðurs í fyrramálið fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði.

Viðvörunin gildir frá klukkan fjögur í nótt til klukkan átta í fyrramálið á Austfjörðum en klukkustund lengur á Austurlandi.

Veðurspáin er hins vegar sú sama fyrir bæði spásvæði. Von er á vestan hvassviðri, 15-23 m/s og slyddu sem fellur sem snjókoma til fjalla. Á þessum tíma má búast við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Mynd: Landsbjörg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar