Varðskip tekur þátt í mengunarvarnaæfingu á Reyðarfirði í dag

Varðskipið Þór er komið til Reyðarfjarðar til að taka þátt í stórri mengunarvarnaæfingu við höfnina þar í dag.

Æfingin hefst klukkan 12 og stendur fram eftir degi. Hún fer bæði fram á landi og utan við hafnarkantinn.

Í henni taka þátt Landhelgisgæslan, Umhverfisstofnun, Samgöngustofa, Fjarðabyggðarhafnir, Heilbrigðiseftirlit Austurlands og slökkvilið Fjarðabyggðar. Hún er hluti af árlegri æfingaáætlun ríkisstofnananna.

Æfingunni er ætlað að þjálfa starfsmenn hafnarinnar í að nota mengunarvarnabúnað hennar og æfa sameiginlegt viðbragð ef upp kemur stórt mengunaróhapp innan eða nærri Fjarðabyggðarhöfnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar