Vaskar konur frá Hallormsstað hlutu hvatningarverðlaun TAKs
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. jún 2011 17:45 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Þær Bergrún Arna Þorsteinsdóttir og Guðný Vésteinsdóttir frá Hallormsstað, sem reka fyrirtækið Holt og heiðar ehf., fengu nýverið hvatningarverðlaun Tengslanets austfirskra kvenna (TAK).
Viðurkenningin er veitt aðilum sem þykja hafa skarað fram úr í störfum sínum og vakið verðskuldaða athygli á störfum kvenna.
Fyrirtæki þeirra framleiðir vörur úr austfirsku hráefni, sultur, birkisýróp, birkisafa og fleira án rotvarnarefna eða annarra viðbættra aukaefna.