Vatnið á Borgarfirði eystri loks orðið neysluhæft á ný

Um tæplega tveggja vikna skeið hafa íbúar á Borgarfirði eystri þurft að sjóða allt sitt neysluvatn þar sem saurgerla- og ekólímengun mældist í vatni þeirra þann 27. ágúst síðastliðinn. Loks í dag gáfu sýni til kynna að vatnið er á ný orðið neysluhæft.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur reglulega tekið sýni frá Borgarfirði til rannsóknar síðan mengunin kom upp en þangað til nú vatnið ekki mælst nógu hreint til drykkjar þó það hafi dugað til alls annars annars vandræðalaust.

Aðspurður um hvers vegna tekið hafi þennan tiltölulega langa tíma að losna við óværuna úr vatninu segir Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF-veitna, að við þær aðstæður sem séu fyrir hendi á Borgarfirði hafi fátt annað verið í stöðunni en að beinlínis en að skola vel og vandlega úr lögnum heimamanna. Það hafi verið gert bæði á miðvikudaginn var og slíkt endurtekið á föstudag fyrir helgi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar