Vatnsleki olli stórtjóni í VA: Myndir
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 09. sep 2012 10:39 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Miklar skemmdir urðu á húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað í gær þegar heitavatnsrör sprakk. Nær allt gólefni á annarri hæð eyðilagðist.
Gríðarlegt tjón varð í Verkmenntaskóla Austurlands í gær þegar heitavatnsrör sprakk með þeim afleiðingum að öll önnur hæð skólans stórskemmdist. Mest allt gólfefni eyðilagðist svo og hurðir og húsgögn en ekki er vitað um ástand tölvubúnaðar skólans. Þetta mun hafa einhver áhrif á skólastarf næstu viku.
Þrátt fyrir að húsið hafi verið mannlaust liðu ekki nema 3 til 4 klukkustundir þar til lekans varð vart. Starfsfólk skólans og aðrir brugðust einstaklega vel við og þeir sem sáu sér fært um að koma mættu á staðinn og hjálpuðu til við hreinsunar- og björgunarstörf.
Skólameistarinn Þórður Júlísson vill þakka öllum sem komu á staðinn og lögðu fram hjálparhönd kærlega fyrir.


