Vatnsréttindi: Hefðu önnur orkufyrirtæki ekki þorað í jafn umdeilda framkvæmd?

karahnjukar.jpgHæpið er að nokkur erlendur virkjunaraðili hefði treyst sér til að nýta vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar. Ástæðan er mikil inngrip og umdeild í náttúru annars ríkis. Áhætta við framkvæmd virkjunarinnar var meiri en nokkurrar annarrar virkjunar í Íslandssögunni.

 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í rökstuðningi Landsvirkjunar fyrir lækkun bóta fyrir vatnsréttindi til vatnsréttarhafa á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar. Þar segir:

„Hin óumflýjanlega umhverfisröskun sem fylgi nýtingu umræddra vatnsréttinda rýri verðgildi þeirra með afgerandi hætti. Draga megi í efa að nokkur erlendur virkjunaraðili hefði treyst sér til að kaupa og nýta þessi réttindi miðað við slík inngrip í náttúru annars lands og það andrúmsloft til athafna sem því hefði hugsanlega fylgt.“

Landsvirkjun bendi einnig á mikla áhættu við erfiða framkvæmd en löng jarðgöng leiða vatn úr miðlunarlónum á hálendinu niður í stöðvarhúsið í Fljótsdal.

„Þessi tækni hafi aldrei verið notuð áður hérlendis. Framkvæmdaáhætta við Kárahnjúkavirkjun hafi því verið meiri en flestra eða allra annarra virkjana í landinu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar