Vegagerð hafin í Skriðdal

Framkvæmdir eru hafnar við nýjan veg fyrir botni Skriðdals. Héraðsverk er aðalverktaki við verkið sem á að vera klárt næsta haust.

Framkvæmdir hófust um miðjan mánuðinn og er Héraðsverk búið að koma sér upp vinnubúðum fyrir botni Skriðuvatns.

Byrjað er að taka skeringar undir fyllingar fyrir veginn og fljótlega verður farið í að gera ræsi, að sögn Guðjóns Magnússonar hjá Vegagerðinni.

Alls er um að ræða 6,1 km kafla frá ytri enda vatnsins og meðfram því að fyrirhuguðum vegamótum við nýjan Axarveg. Vegurinn á að vera tilbúinn 1. október á næsta ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.