Vegagerðin: Grjót sem var losað, ekki grjót sem hrundi

oddsskardagong-fesid.jpgVegagerðin hafnar því að mynd, sem gengið hefur á samskiptavefnum Facebook undanfarna daga, af grjóti sem á að hafa hrunið úr Oddsskarðsgöngum í síðustu viku hafi í raun hrunið. Verktaki sem hafi verið að hreinsa í göngunum hafi losað það.

 

Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að smátt grjót hafi hrunið úr gangavegg í göngunum um miðja síðustu viku og niður á veginn. Snjómokstursverktaki hafi komið að steinunum í morgunferðinni og í framhaldinu hafi verið að hreina laust grjót úr gangaveggjunum. Stóri steinninn hafi verið losaður frá eins og aðrir og skilinn eftir úti í vegkanti á meðan verkið var klárað.

Í fréttinni segir að vegfarendur hafi verið aðvaraðir, svæðið verið merkt sem vinnusvæði og umferðartafir vegna vinnunnar verið auglýstar.

Vegfarendur sem leið áttu um göngin á þessum tíma hafna því að svæðið hafi verið merkt sem vinnusvæði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar