Skip to main content

Vegagerðin varar við snjó á austfirskum heiðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. ágú 2012 22:48Uppfært 08. jan 2016 19:23

fagridalur_snjor 001_web.jpg

Vegagerðin varar við snjómuggu á Fjarðarheiði og Hellisheiði eystri og mögulega einnig efst á Oddsskarði í kvöld og í nótt en mikið kuldakast gengur yfir allt landið sem kemur hvað harðast niður á Austfirðingum.

„Þar sem vegir eru víða blautir eða rakir er rétt að vera á varðbergi gagnvart hálkublettum eftir að rökkva tekur allt niður í 100 til 200 metra hæð. Einkum á það við um Norðurland austan Eyjafjarðar og Austurland,“ segir í athugasemd veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar.

Einnig er varað við hviðum, allt að 30-40 m/s við Hornafjörð og austur í Berufjörð fram á nóttina og einnig á Vatnsskarði eystra.

Vindhraði seinni partinn í dag slagaði í 40 m/s í Hamarsfirði og vindurinn hefur einnig aukist á Vatnsskarðinu nú í kvöld.