Vegagerðin varar við snjó á austfirskum heiðum

fagridalur_snjor 001_web.jpg

Vegagerðin varar við snjómuggu á Fjarðarheiði og Hellisheiði eystri og mögulega einnig efst á Oddsskarði í kvöld og í nótt en mikið kuldakast gengur yfir allt landið sem kemur hvað harðast niður á Austfirðingum.

„Þar sem vegir eru víða blautir eða rakir er rétt að vera á varðbergi gagnvart hálkublettum eftir að rökkva tekur allt niður í 100 til 200 metra hæð. Einkum á það við um Norðurland austan Eyjafjarðar og Austurland,“ segir í athugasemd veðurfræðings á vef Vegagerðarinnar.

Einnig er varað við hviðum, allt að 30-40 m/s við Hornafjörð og austur í Berufjörð fram á nóttina og einnig á Vatnsskarði eystra.

Vindhraði seinni partinn í dag slagaði í 40 m/s í Hamarsfirði og vindurinn hefur einnig aukist á Vatnsskarðinu nú í kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.