Skip to main content

Vegrofið skaðar austfirska ferðaþjónustu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. júl 2011 21:05Uppfært 08. jan 2016 19:22

asta_thorleifsdottir.jpgRofið á Hringveginum á Suðurlandi hefur orðið til þess að ferðamenn hafa afbókað pantanir á Austurlandi. Þetta segir Ásta Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands.

Ferðaþjónustuaðildar í Skaftafellssýslum hafa komið fram í fjölmiðlum síðustu daga og líst áhyggjum sínum af tugmilljóna tapi sem kunni að hljótast af afbókunum þar sem ferðamenn komist ekki þá leið sem þeir vilja. Áhrifanna gætir áfram austur eftir.

„Það hefur orðið vart við afbókanir, jafnvel hópa sem voru á malbiksrútum. Það hefur sín áhrif á sölu I gistingu, mat og fleiru,“ sagði Ásta í samtali við Agl.is í dag.

„Þetta fólk snýr þá við á Mývatni eða Jökulsárgljúfrum og fer aftur til baka um Norðurland.“