Veitingahúsinu Öldunni lokað fyrr en venjulega
Veitingahúsinu Öldunni á Seyðisfirði hefur verið lokað fyrir veturinn. Þessi lokun er um mánuði fyrr en venjulega. Hótelið verður hinsvegar opið áfram í vetur.Davíð Kristjánsson eigandi Öldunnar segir að megin skýringin sé að búið sé að opna menningarmiðstöðina Skaftfell og þar verði veitingarekstur hans af Öldunni til staðar.
„Starfsfólkið sem sagt flytur yfir í Skaftfell í vetur þar sem við verðum með veitingastað eins og verið hefur undanfarin ár,“ segir Davíð.
Eins og fram hefur komið í fréttum er framtíð Skaftfells í óvissu vegna fjárhagsmála. Það hefur komið fram hér á Austurfrétt að loka þurfi miðstöðinni í nóvember að öllu óbreyttu.
Davíð segir að mannleg mistök hafi valdið því að ekki var sótt um 15 milljón króna styrk til ríkisins eins og ætíð þarf að gera á hverju ári.
„En það er afar slæmt ef Skaftfell þarf að loka af þessum orsökum,“ segir Davíð. „Það hefur verið mjög ánægjuleg upplifun fyrir utanaðkomandi gesti hjá okkur að geta einnig nýtt sér að heimsækja flott listasafn í leiðinni.“