Verðtrygging: Lögleg og siðlaus?
Framsóknarmenn á Austurlandi boða til opins fundar á Kaffi Egilsstöðum um afnám verðtryggingar annað kvöld undir yfirskriftinni: „Verðtygging – lögleg og siðlaus.“ Þingmenn og hagfræðingar eru framsögumenn.
Flokkurinn hefur undanfarna daga staðið fyrir fundarherferð um allt land og á morgun er röðin komin að Austurlandi.
Framsögumenn eru Eygló Harðardóttir alþingismaður og hagfræðingarnir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík og Ólafur Arnarson, ritstjóri Tímaríms. Þá ávarpar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fundinn.
Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er öllum opinn.