Veruleg hækkun sorphirðugjalda í Fjarðabyggð

Bæði sorphirðu- og sorpeyðingargjöld hækka verulega milli ára hjá íbúum og fyrirtækjum í Fjarðabyggð samkvæmt nýlegri samþykkt meirihluta bæjarstjórnar.

Álagning fasteignagjalda næsta árs var tekin fyrir á síðasta bæjarstjórnarfundi í sveitarfélaginu og þar samþykkt. Gjöld næsta árs verða að flestu leyti þau sömu og á yfirstandandi ári. Fasteignaskattar verða óbreyttir bæði á íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem og hlutfall lóðarleigu af lóðarhlutamati meðan vatnsgjaldið lækkar lítillega. Fast vatnsgjald per veitu er nú 5.500 krónur og 415 krónur á hvern fermetra húsnæðis en verður frá áramótum 4.721 króna og 386 krónur per fermetra. Um tæplega 10% lækkun er þar að ræða.

Annað er uppi á teningnum varðandi fráveitu- og sorphirðugjöldin. Á nýju ári hækkar fráveitugjaldið í Fjarðabyggð úr 0,275% í 0,3232% af húsmati sem er um 25% hækkun milli ára. Mest er gjaldahækkun samt varðandi sorpið. Sorphreinsunargjald verður 45.152 krónur per heimili en er nú 33.446 krónur og sorpeyðingargjaldið hækkar sömuleiðis úr 23.000 krónur per heimili í 31.050 krónur þann 1. janúar 2024. Í báðum tilfellum 35% hækkun um að ræða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar