Vetur og vellíðan í ferðaþjónustu
Heimaaðilar í Mývatnssveit halda á fimmtudag málþing um vellíðunarþjónustu. Aðstæður á Íslandi þykja hagstæðar þessari gerð af þjónustu og er markviss sókn á sviðinu í smíðum í Mývatnssveit þar sem sérstök áhersla verður lögð á vetrarmánuðina.
Vellíðunar ferðaþjónusta er einn angi heilsuferðaþjónustu og nýtur hún vaxandi vinsælda víða um heim. Aðstæður á Íslandi, einkum í dreifbýli eru hagfelldar þessari þjónustu og framtakssamir aðilar í Mývatnssveit farnir að huga að markvissri sókn með sérstakri áherslu á vetrarmánuðina.
Ferðaþjónustuaðilar í Mývatnssveit hafa boðið vellíðunarþjónustu um nokkurt skeið og til að styðja við þá viðleitni stendur Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Mývatnsstofu og heimaaðila fyrir málþinginu „Mývatn vetur og vellíðan“.
Tilgangurinn með málþinginu er að fá yfirsýn yfir þau tækifæri sem Mývatnssveit hefur upp á að bjóða í vellíðunar ferðaþjónustu að vetri og hvernig nýta má þau til frekari uppbyggingar á vetrarferðamennsku.
Málþinginu lýkur með markvissri hugmyndavinnu þátttakenda sem verður grundvöllur aðgerðaáætlunar heimaaðila og Mývatnsstofu vegna heilsu- og vellíðunarferðaþjónustu í Mývatnssveit.
Málþingið verður haldið í Skjólbrekku fimmtudaginn 31. janúar kl. 11.00 til 16:30. Upplýsingar um skráningu og dagskrá málþingsins má nálgast á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (www.nmi.is) og heimasíðu Mývatnsstofu (http://www.visitmyvatn.is/).
Dagskrá
11:00 Setning – Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
11:15 Tækifæri og markhópar - Edward H. Huijbens MA, PhD forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála
11:30 Cooperation as a Tool – Valerija Kiskurno Tourism Organisation and Management, BSc from Vidzeme University of Applied Sciences í Lettlandi
11:45 Kyrrð, orka og töfrar - upplifun og AIR66N – Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdarstjóri Markaðsstofu Norðurlands
12:00 Hugleiðing um gjafir jarðar - Bergþóra Kristjánsdóttir, heilsunuddari og náttúrupati
12:15 – 13:00 Hádegisverður
13:00 Ég á mér draum – Harpa Barkardóttir, jógakennari og eigandi ferðaskrifstofunnar Alkemiu í Mývatnssveit
13:15 Í takt við umhverfið – Ásta Price, sérfræðingur í fyrirbyggjandi og heilandi meðferðum
13:30 Mývatnssveit heimili vellíðunar – Margrét Hólm Valsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Hótel Reynihlíð
13:45 Frá hugmyndum og vangaveltum til framkvæmda – Laufey Haraldsdóttir frá Háskólanum á Hólum
14:00 Vetrarparadísin Mývatn - Guðrún Brynleifsdóttir, framkvæmdastjóri Mývatnsstofu
14:10 Hugmyndavinna með „þjóðfundarsniði“ þar sem þátttakendur eru virkjaðir í hugmyndavinnu sem verður grundvöllur aðgerðaáætlunar vegna heilsuferðaþjónustu í Mývatnssveit. Guðlaug Gísladóttir, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka og MPM í verkefnastjórnun, stýrir vinnunni
14:40 Kaffi
14:50 Framhald hugmyndavinnu
16:25 Málþingi slitið – Erla Sigurðardóttir, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Stjórnandi málþings er Erla Sigurðardóttir verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Húsavík.