Viðbúnaður vegna lendingar farþegavélar frá Egilsstöðum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. feb 2012 12:54 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Viðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar Fokker 50 vél
Flugfélags Íslands á leið frá Egilsstöðum kom þar inn til lendingar.
Viðvörunarbúnaður gaf til kynna að lendingarbúnaður vélarinnar væri ekki
í lagi.
Í frétt frá Flugfélaginu segir að viðbúnaðaráætlun flugvallarins hafi farið í gang þrátt fyrri að talið væri að bilunin væri í viðvörunarbúnaðinum en ekki í lendingarbúnaðinum. Vélin lenti eðlilega í Reykjavík klukkan 10:05.
26 farþegar voru um borð auk 3ja áhafnar meðlima. Eftir að farþegar voru komnir inn í flugstöð fór flugstjóri vélarinnar yfir atvikið með farþegum og útskýrði enn frekar hvað hafði gerst og viðbrögðin við því.
26 farþegar voru um borð auk 3ja áhafnar meðlima. Eftir að farþegar voru komnir inn í flugstöð fór flugstjóri vélarinnar yfir atvikið með farþegum og útskýrði enn frekar hvað hafði gerst og viðbrögðin við því.