Víða vatnslaust á Fáskrúðsfirði í dag
Víða verður vatnslaust á Fáskrúðsfirði í dag. Stefnt er að því að vatnið verið komið á að nýju um kvöldmatarleytið.
Fjallað er um málið á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að vegna vinnu við asbestlögn á Fáskrúðsfirði verður vatnslaust í hesthúsahverfinu, gámavelli, Rörasteypunni, Ljósalandi og í öllum húsum neðan við Hafnargötu, að Rafmagnsverkstæði Loðnuvinnslunnar að Hafnargötu 7 frá kl. 11:00 í dag. Stefnt er að því að viðgerð verði lokið um kl. 19:00