Víkka enn frekar út heimsendingarþjónustu sína austanlands
Frá og með deginum í dag bætast íbúar að Vattarnesi og á Breiðdalsvík í þann hóp viðskiptavina Krónunnar sem geta fengið vörur sendar beint heim að dyrum. Þar með býðst sú þjónusta í öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar að Mjóafirði frátöldum.
Skýrt var frá þessu í vikunni en í júlí í sumar bættist Stöðvarfjörður við Eskifjörð, Neskaupstað og Fáskrúðsfjörð sem notið hafa þeirrar þjónustu frá upphafi síðasta vetur.
Eins og fram hefur komið áður í fréttum Austurfréttar vegna málsins hefur heimsendingarþjónusta verslunarrisans verið aukin og það hratt austanlands miðað við fyrstu áætlanir forsvarsmanna sökum þess hve vel hefur verið tekið í þessa þjónustu. Sérstaklega hefur eldra fólk fagnað framtakinu enda ekki öllum alltaf fært að komast auðveldlega á Reyðarfjörð öllum stundum til innkaupa.
Samkvæmt upplýsingum frá því í sumar stendur þó ekki til að víkka heimsendingarhringinn út frekar að svo stöddu.
Það 126 kílómetrar fyrir íbúa Breiðdalsvíkur að fara í verslun Krónunnar á Reyðarfirði og heim aftur og því skýr þægindi og sparnaður af því að fá vörur heimsendar þá leiðina.