Vilja fylla Kirkjubólseyrarnar meira lífi með hesthúsum við Dalahöllina

Hópur áhugamanna í Neskaupstað vill gera veg og vanda hestaíþrótta á svæðinu tilkomumeiri með byggingu hesthúsabyggðar við hina ágætu reiðhöll Dalahöllinni á Kirkjubólseyrum í Norðfjarðarsveit.

Myndarleg Dalahöllin er eina reiðhöllin í Fjarðabyggð en þar fer fram öflugt barna- og unglingastarf auk hestasýninga og námskeiða reglulega að sumarlagi.

Það lengi verið mat margra að höllin nýtist ekki sem best þar sem í kring eru engin hesthús fyrir hestamenn eða áhugafólk um hestamennsku. Það skiptir máli þar sem höllin sé tiltölulega innarlega í Norðfirðinum og spottakorn að fara fyrir þá sem vilja nýta sér ágæta aðstöðuna á staðnum. Höllin reyndar svo innarlega að eskfirskir hestaáhugamenn gætu nýtt svæðið líka ekkert síður en Norðfirðingar án þess að fara mikið lengra en þeir síðarnefndu.

Ari Benediktsson er einn þeirra sem velt hefur fyrir sér að auka lífið í kring með byggingu hesthúsa nálægt Dalahöll og með þeim hætti stóraukið nýtingu hallarinnar sem og ánægju hestaáhugafólks á svæðinu. Ari ein aðalsprauta byggingarfyrirtækisins Nestaks sem myndi taka að sér byggingu hesthúsanna ef nógu margir sýna verkefninu áhuga.

Vegna þessa skal blása í kynningarfund annað kvöld klukkan 20 í Dalahöllinni sjálfri en þar skal hugmyndin kynnt sem og þær grófteikningar af byggingunum sem gerðar hafa verið. Allir munu geta keypt hestastíur í húsunum og geta skráð sig sem mögulega kaupendur á fundinum annað kvöld.

Dalahöllin fjarðarprýði en auka má allt líf og þar með ánægju hestaáhugamanna ef í grenndinni væru hesthús. Mynd: Aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar