Vinabæjarmót í Fjarðabyggð í október
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. mar 2010 13:23 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Vinabæjarmót fimm norrænna sveitarfélaga verður haldið í Fjarðabyggð í október. Auk Fjarðabyggðar koma þangað fulltrúar frá Eskilstuna í Svíþjóð, Esbjerg í Danmörku, Stavanger í Noregi og Jyväsklä í Finnlandi.
Aðalumræðuefnið á mótinu verða farvegir fyrir áframhaldandi vinabæjarsamstarf. Einnig stendur til að ræða hnattvæðingu og græna orku. Að auki hefur Fjarðabyggð sent hinum sveitarfélögunum spurningar um hvaða áhrif aðild að Evrópusambandinu hafi haft á þeirra samfélög.