„Vonandi verður tíðarfarið hagstætt“
Áætlað er að framkvæmdir við endurbyggingu Borgarfjarðarvegar hefjist í haust, en Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í verkið.
Um er að ræða kaflinn er frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra, alls 4,8 kílómetrar.
Sveinn Sveinsson er umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi. „Tilboð í verkið verða opnuð þriðjudaginn 25. september og við áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í haust, vonandi verður tíðarfarið hagstætt þannig að hægt verði að vinna kannski eitthvað inn í veturinn. Stefnt er að því að ljúka ákveðnum áfanga í Njarðvíkurskriðum fyrir 15. desmeber 2018 og að verkinu verði að fullu lokið 1. september 2019,“ segir Sveinn.