Vonbrigði að ekki hafi náðst samstaða um nýframkvæmdir í vegagerð á Austurlandi

vegaframkv_web.jpgFulltrúar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar segja það vonbrigði að ekki hafi náðst samstaða á nýafstöðum aðalfundi Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi um nýframkvæmdir í vegagerð á Austurlandi.

 

Á fundinum var samþykkt að Norðfjarðargöng væru í forgangi í jarðgangnaframkvæmdum á svæðinu. Fulltrúar á aðalfundinum voru hins vegar ekki sammála um forgangsröðun í öðrum vegaframkvæmdum og skömmu fyrir fundinn klofnaði stjórn SSA í atkvæðagreiðslu um málefnið.

í ályktun bæjarstjórnarinnar eru áréttað að áherslur hennar hafi verið að setja í forgang lagningu slitlags um Berufjarðarbotn og í Skriðdal „ásamt því að horfa til vegabóta þeirra byggða á Austurlandi sem búa við eina aðkomuleið og slæmar vegasamgöngur, sbr. Borgarfjörður Eystri.“

Þar á eftir koma lagfæringar leiða sem stytta vegalengdir innan fjórðungsins, til dæmis Breiðdalsheiði og Öxi.

„Er þetta í takt við þær áherslur Fjarðabyggðar sem verið hafa í gegnum tíðina þær að koma vegasamgöngum sem mest á láglendi samanber þau rök sem sett hafa verið fram til stuðnings nýjum Norðfjarðargöngum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar