Vont en versnar - viðvaranir úr gulu í appelsínugult austanlands

Spár Veðurstofu Íslands frá því í gær um ofsaveður á öllu austanverðu landinu síðdegis í dag og fram á morgunn eru að raungerast og reyndar að versna. Viðvaranir nú komnar í appelsínugult og búið að aflýsa nánast öllu innanlandsflugi.

Gular veðurviðvaranir eiga almennt við um veðurfar sem getur valdið talsverðum samfélagslegum áhrifum og valdið töfum, slysum eða tjóni ef áðgát er ekki höfð. Appelsínugular viðvaranir ná yfir veðurofsa sem valdið getur miklum samfélagslegum áhrifum og áhrif á þjónustu, innviði og samgöngur á lofti og landi geta orðið mikil.

Samkvæmt spá stofnunarinnar þegar þetta er skrifað mun gul viðvörun breytast í appelsínugula klukkan 16 í dag á svæðinu Austurland að Glettingi og verður viðvarandi fram að hádegi á morgun. Mikil snjókoma, lélegt skyggni og ekkert ferðaveður.

Í fjörðunum breytist gult í appelsínugult um klukkan 20 í kvöld. Þar líka má búast við snjókomu og litlu skyggni og þar heldur ekkert ferðaveður.

Fólk á svæðinu öllu hvatt til að ganga vel og tryggilega frá öllum lausamunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar