Vopnafjörður: Sex atkvæðum munaði á Framsókn og Betra Sigtúni

Sex atkvæði skildu að B-lista Framsóknarflokks og Ð-lista Betra Sigtúns á Vopnafirði. Úrslitin eru áþekk og fyrir fjórum árum.

Fjórtán atkvæði skildu að B og Ð lista fyrir fjórum árum en færri eru á kjörskrá nú. Munurinn dugir þó til þess að B listi fær þrjá fulltrúa en Betra Sigtún tvo líkt og síðast.

Samfylkingin býður í fyrsta sinn fram lista á Vopnafirði og fær tvo fulltrúa. Fyrir fjórum árum var K-listi félagshyggju þriðja framboðið.

Fylgi Framsóknarflokksins lækkar um 1,5 prósentustig. Samfylkingin fær einu prósentustigi meira en K-listinn fékk og Betra Sigtún hálfu stigi meira.

Framsóknarflokkur og Betra Sigtún hafa starfað saman í meirihluta frá í byrjun desember.

Framsóknarflokkurinn: 156 atkvæði, 37,3%, 3 fulltrúar
Samfylkingin: 112 atkvæði, 26,7%, 2 fulltrúar
Betra Sigtún: 150 atkvæði, 35,9%, 2 fulltrúar

Á kjörskrá voru 497, atkvæði greiddu 429. Kjörsókn var því 86,3%, 1,5 prósentustigi lægra en fyrir fjórum árum.
Auðir seðlar 10
Ógildir: 1

Bæjarfulltrúar

Framsóknarflokkurinn
Sigríður Bragadóttir
Bárður Jónasson
Axel Örn Sveinbjörnsson

Samfylkingin
Bjartur Aðalbjörnsson
Björn Heiðar Sigurbjörnsson

Betra Sigtún
Stefán Grímur Rafnsson
Íris Grímsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.