Orkumálinn 2024

Vopnfirðingar tilbúnir í bakvarðasveit Sundabúðar

Íbúar á Vopnafirði hafa tekið vel í beiðni um að vera til taks ef á þarf að halda til að halda starfsemi hjúkrunarheimilisins Sundabúðar gangandi. Hjúkrunarforstjórinn segist finna fyrir hlýhug úr samfélaginu til heimilisins.

„Við höfum fengið mjög góð viðbrögð, bæði frá fólki sem hefur starfað hjá okkur áður og ekki, en er tilbúið að að stökkva inn ef til þarf,“ segir Emma Tryggvadóttir, hjúkrunarforstjóri.

„Við höfum reyndar ekki fengið hjúkrunarfræðinga, þeir liggja ekki á lausu hér en töluvert margt fólk sem er vant umönnun og aðstæðum í hjúkrunardeildinni, til dæmis fólk sem hefur unnið hér í sumarafleysingum. Síðan hefur fólk skráð sig í ræstingar og slíkt,“ segir hún.

Að undanförnu hafa heilbrigðisstofnanir um land allt auglýst eftir fólki sem tilbúið er að koma til starfa með sama og engum fyrirvara ef á þarf að halda ef fastir starfsmenn annað hvort veikjast eða þurfa að fara í sóttkví út af covid-19 veirunni.

Auglýst var eftir fólki til starfa hjá Sundabúð sérstaklega á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps fyrir viku síðan. „Þótt auglýst sé eftir starfsfólki um allt land þá skiptir okkur máli að hafa fólk hér á staðnum, sem ekki þarf að útvega húsnæði ef annað ef á þarf að halda.“

Og Vopnfirðingar hafa tekið vel í umleitanina. „Við finnum hlýhug til okkar.“

Hjúkrunarheimilið fellur í þann flokk stofnana sem hvað mikilvægast er að verja gegn smiti. „Við pössum okkur vel. Hér hefur sett á heimsóknabann til að takmarka umgengni og starfsfólkið fer mjög varlega.“

Tekið er á móti skráningum í bakvarðasveit Sundabúðar í síma 470-1240. Þeir sem vilja skrá sig í bakvarðasveit Heilbrigðisstofnunar Austurlands geta skráð sig á hsa.is.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.