VÍS gefur þúsund húfur á Austurlandi
Um eitt þúsund Austfirðingar með F plús tryggingu hjá VÍS hafa að undanförnu nælt sér í húfur sem þeim standa til boða. Umdæmisstjórinn er hæstánægður með viðtökurnar.
„Það er varla nógu sterkt til orða tekið að húfurnar hafi runnið út eins og heitar lummur. Á skömmum tíma höfum við gefið hátt í þúsund stykki á Austurlandi,“ segir umdæmisstjórinn, Methúsalem Einarsson.
„Flestar hafa farið hér á Héraði eða um helmingur en það er sama hvar borið er niður frá Vopnafirði til Djúpavogs. Alls staðar er sama sagan: framúrskarandi móttökur. Þetta er mjög ánægjulegt og gaman sinna forvörnum á svona jákvæðan hátt. Krakkarnir sjást miklu fyrr en ella og svo eru húfurnar bæði hlýjar og góðar í vetrarkuldanum.“
Í tilkynningu fyrirtækisins segir að húfunum fari fækkandi en nokkur eintök séu eftir á þjónustuskrifstofunum.