Vísinda- og fræðadagur HSA

hsalogo.gif
Heilbrigðisstofnun Austurlands stendur á morgun í fyrsta sinn fyrir eigin vísinda- og fræðadegi. Síðustu mánuði hafa sérfræðingar stofnunarinnar flutt ýmis erindi um rannsóknir sem gerðar hafa verið innan stofnunarinnar. Fræðadagurinn verður í Egilsbúð í Neskaupstað.

Dagskrá

10:30 Björn Magnússon læknir FSN : Setning á vísindadegi
10:40 Guðlaug Friðgeirsdóttir sálfræðinemi : Hvað einkennir þá sem ná árangri í offitumeðferð á FSN? (FSN og sálfræðideild HÍ) 
11:00 Bjarni Kristinn Gunnarson sálfræðinemi : Langtímaáhrif offitumeðferðar á þyngd, andlega líðan og lífsgæði (FSN og sálfræðideild HÍ)
11:20 Kjartan Bragi Valgeirsson læknanemi : Gildi þolprófa við greiningu kransæðaþrengsla (FSN og læknadeild HÍ) 
11:40 Dr. Marta Guðjónsdóttir lektor við læknadeild HÍ : Öndun í blíðu og stríðu (eigin rannsóknir)
12:10-13:00 : Hádegishlé
13:00 Björn Magnússon læknir  FSN : Lungnasmækkanir (að hluta eigin rannsóknir)
13:20 Guðný Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur FSN : Algengi og kostnaðargreining sára á Austurlandi/ Evrópsku Sárasamtökin
13:40 Erla Björnsdóttir doktorsnemi í sálfræði við HÍ : Kæfisvefn, svefnleysi og meðferð (Læknadeild HÍ) (eigin rannsóknir)
14:10 Orri Smárason sálfræðingur  hjá HSA: HAM fyrir unglinga (fyrirhuguð rannsókn)
14:30-14:50 Kaffihlé
14:50 Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur Seyðisfirði  : Gæðavísar RAÍ mats hjá HSA Seyðisfirði
15:10 Gunnar Björn Gunnarsson læknir FSN : „Loðnan er lævís og lipur“   forvitnilegt ekta austfirskt sjúkratilfelli
15:40 Björn Magnússon læknir  FSN : Lokaorð ásamt kynningu á fyrirhugaðri rannsókn  á áreynslu og vöðvaskemmdum
16:00-17:00: Léttar veitingar og umræður

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.