Yfir sextán stiga hiti á Seyðisfirði í nótt

Hitastigið á Seyðisfirði fór yfir 16 gráður í nótt. Víðar á Austurlandi hafa verið óvenju mikil hlýindi miðað við árstíma, þótt hitamet hafi ekki fallið.

Hitamælir Veðurstofunnar á Seyðisfirði mældist 16,5°C um klukkan fjögur um nótt. Þar var nokkuð hlýtt, um og yfir 10 stig í gær, kólnaði í gærkvöldi en hlýnaði aftur skarpt um miðnættið. Þar hafa hlýindin haldist frá því um klukkan sex í morgun.

Hæsti hiti á hálendingu mældist klukkan sex í morgun á Vatnsskarði eystra. Víða hefur verið hlýtt eystra í dag, miðað við árstíma.

Á Borgarfirði mældist 13 stiga hiti í hádeginu en þar hafa verið meiri sveiflur í hitastiginu en víða annars staðar. Á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði var 14 stiga hiti klukkan þrjú í nótt og aftur klukkan sex í morgun. Víða hefur verið um og yfir 10 stiga hiti í dag.

Hitinn kemur úr hlýjum loftmassa sem liggur yfir landinu og hefur sums staðar annars staðar valdið asahláku. Á Austurlandi hefur snjór og klaki bráðnað nokkuð hratt en ekki með sömu afleiðingum og annars staðar á landinu þar sem ár hafa flætt yfir bakka sína og vegir skemmst.

Hvass vindur úr suðvestri hefur sums staðar ýtt hitanum niður á láglendi. Útlit er þó fyrir að hitamet febrúarmánaðar, 19,1°C sem mældist á Eyjabökkum árið 2017, standi áfram óhaggað.

Heldur kólnar í kvöld og áfram á morgun, þótt hlýna kunni um tíma. Á laugardag tekur aftur við frost.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.