27. mars 2024
Ár frá því snjóflóð féllu í byggð í Neskaupstað
Það var snemma morguns fyrir sléttu ári síðan, þann 27. mars 2023, sem snjóflóð féllu í byggð í Neskaupstað með þeim afleiðingum að töluverðar skemmdir urðu á mannvirkjum, bílum og búnaði ýmsum. Þótti mildi hin mesta að engin alvarleg slys urðu á fólki þó um tugur manna hafi leitað sér læknisaðstoðar vegna minniháttar meiðsla.