08. mars 2023
Margir gerðu sér ferð til Breiðdalsvíkur til að sjá rostunginn Þór
Rostungurinn sem heimsótti Breiðdalsvík reyndist vera heimsfrægur og er kallaður Þór. Elís Pétur Elísson, íbúi á Breiðdalsvík, segir hafa verið stanslausan straum af fólki til Breiðdalsvíkur á meðan rostungurinn hélt til á bryggjunni. „Það kom haugur af fólki í bæinn bæði ferðamenn og Íslendingar.”