Bláa kirkjan á Seyðisfirði gul

„Við komust ekki til Reykjavíkur á málþing en getum vakið athygli á sjúkdómnum, sem margir vita ekki af, á þennan hátt,“ segir Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi hjá Seyðisfjarðarkaupstað, en þessa vikuna er bláa kirkjan á Seyðisfirði lýst upp með gulum lit í tengslum árveknisátak um Endo sjúkdóminn.

Lesa meira

Valgerður Gunnarsdóttir: Þýðir ekki annað en biðjast afsökunar, skammast sín og læra af þessu

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis kallar eftir að þjóðin sameinist í að forgangsraða þannig í ríkisfjármálum að samgöngumál njóti forgangs. Hún segir eðlilegt að margir séu sárir þegar aðeins sé hægt að framkvæma fyrir fimm milljarða í samgöngumálum á næsta ári þegar samgönguáætlun gerði ráð fyrir fimmtán.

Lesa meira

„Dæmi um hvað einfaldleikinn getur verið sterkur“

Þjónustuhúsið á Vatnsskarði, sem Fljótsdalshérað og Borgarfjarðarhreppur standa að, hefur verið tilnefnt til Menningarverðlauna DV 2016 í flokknum arkitektúr. Hönnuður hússins er Eirik Rönning Andersen frá Zero Impact Strategies.

Lesa meira

Telur Flugfélagið vel sett með vélar

Forstjóri Flugfélags Íslands segir að í öllum rekstri komi alltaf upp vandamál sem ekki sé hægt að sjá fyrir. Félagið felldi niður miðdegisflug í Egilsstaði í gær og notaði þotu í kvöldflugið vegna skorts á flugvélum.

Lesa meira

Sigrún Blöndal: Við fáum engin svör

Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) segir fá svör hjá þingmönnum þegar þeir séu spurðir út í hvers vegna muni tíu milljörðum á samþykkti samgönguáætlun og fjárlögum. Fleiri landshlutar telji sig svikna.

Lesa meira

Miklar áhyggjur af stöðu samgöngumála: Hvaða rugl er í gangi?

Bæjarráð Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs fara fram á að þingmenn tryggi aukið fjármagn til samgöngumála þannig að hægt verði að fara í þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á þessu ári samkvæmt samgönguáætlun. Samtökin Ungt Austurland telja tafir á uppbyggingu samgangna ganga gegn markmiði um bætt búsetuskilyrði á Austurlandi.

Lesa meira

Raunveruleg hætta á að strokulax geti blandast villtum laxi

Skipulagsstofnun vill að Fiskeldi Austfjarða fjalli um kosti þess að nota ófrjóan lax í nýju eldi á Austfjörðum. Til stendur að ráðast í alhliða kortlagningu á útbreiðslu laxfiska í austfirskum ám á næstunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.