Nýr bátur til Loðnuvinnslunnar

Sandfell SU 75 kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Fáskrúðsfirði í gær. Loðnuvinnslan festi kaup á línuveiðibátnum og 1200 tonna bolfiskkvóta fyrir andvirði 3,1 milljarðs króna.

Lesa meira

Harðgerður Tyrki tjaldar á Egilsstöðum

Það vakti óskipta athygli starfsmanns Austurfréttar, þegar hann kom til vinnu í morgun, að reist hafði verið tjald utan undir húsvegg á gamla KHB húsinu í miðbæ Egilsstaða. Á ellefta tímanum lét svo tjaldbúinn sjá sig og var hinn sprækasti.

Lesa meira

Útlit fyrir kalda viku

Útlit er fyrir að Austfirðingar þurfi að klæða sig vel ætli þeir að vera úti við í vikunni. Spáð er um tíu stiga frosti flest alla daga.

Lesa meira

Vatnið komið í lag á Seyðisfirði

Viðgerð er að fullu lokið á tækjabúnaði í vatnshreinsistöð Vatnsveitu Seyðisfjarðar og þurfa íbúar því ekki lengur að sjóða neysluvatn.

Lesa meira

Hofsjökli og Þrándarjökli verður ekki bjargað

Hofsjökull eystri mun hverfa á fáum áratugum og Þrándarjökull verður innan tíðar heldur ekki talinn meðal íslenskra jökla vegna hlýnunar jarðar. Þeir hafa meira en helmingast undanfarna öld. 

Lesa meira

Fyrstu norsku loðnuveiðiskipin til Fáskrúðsfjarðar

Fyrstu norsku loðnuveiðiskipin sem landa á Fáskrúðsfirði á þessari vertíð gerðu það í dag. Loðnan fékkst austur af Kolbeinsey og lítur vel út. Íslensku skipin bíða hins vegar eftir hvort kvótinn verði aukinn.

Lesa meira

Lundúnaflugið fær stærsta styrkinn úr Uppbyggingarsjóði Austurlands

Ferðaþjónustufyrirtækið Tanni Travel fær stærsta styrkinn, 4,3 milljónir króna úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. Styrkurinn er veittur til sölu flugsæta með beinu flugi milli Egilsstaða og Lundúna í sumar og verkefnisins Meet the Locals. Alls er úthlutað 55,9 milljónum til 90 verkefna.

Lesa meira

Vonast til að viðgerð sé lokið á Seyðisfirði

Vonast er til að viðgerð sé lokið á bilun sem kom upp í vatnshreinsistöð á Seyðisfirði. Íbúar eru þó beðnir um að sjóða allt neysluvatn þar til annað hefur verið gefið út.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.