800 tonn af færiböndum urðuð

Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að um 800 tonn af færiböndum úr aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar verði urðuð. Impregilo notaði tugkílómetra löng færiböndin til að flytja grjót frá Robbins borunum sem notaðir voru til að heilbora megnið af gangakerfi virkjunarinnar. Á að urða færiböndin, sem tekur minnst fjörtíu stóra bíla til að flytja, á urðunarstað Fljótsdalshéraðs að Tjarnarlandi.

krahnjkar_friband.jpg

Impregilo féll frá því að endurvinna færiböndin eftir athugun, þar sem torvelt mun að vinna úr því gúmmíi og stáli sem þau eru gerð úr. Var þá leitað til Gámaþjónustunnar og fundið út að ódýrast væri að urða færiböndin í Tjarnarlandi. Tjarnarland var hins vegar ekki opið til urðunar í vikunni, þar sem samningar þar um við sveitarfélagið voru runnir út.

  Ljósmynd/Pétur

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.