Bríet, Maus og Jón Arngríms og Valli Skúla á Bræðslunni í ár

Bríet, Maus, Karlotta, Una Torfa, Jói P. & Króli, Jón Arngrímsson og Valgeir Skúlason og loks Laddi eru tónlistarfólkið sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra í ár.

Hefð hefur skapast fyrir því að ungt tónlistarfólk stígi fyrst á svið á hátíðinni og fulltrúi þess að þessu sinni er Karlotta.

Jói P. og Króli eru einnig í yngri kantinum, sem og Bríet sem var á Bræðslunni 2022. Una Torfa kom austur í fyrra og söng á föstudagsforleiknum en stjarna hennar hefur risið stöðugt síðan.

Lítið hefur farið fyrir rokkhljómsveitinni Maus síðustu ár en hún snýr aftur og heldur upp á 30 ára afmæli sitt á hátíðinni í ár.

Heimamenn eiga sína fulltrúa. Jón Arngrímsson og Valgeir Skúlason munu flytja borgfirsk ættjarðarlög sem þeir hafa samið í gegnum árin. Loks mun Laddi flytja öll sín helstu lög ásamt hljómsveit.

Bræðslan verður haldin laugardaginn 29. júlí. Hefð hefur skapast fyrir mikilli dagskrá á Borgarfirði dagana á undan sem nánar verður tilkynnt er nær dregur. Forsala á tónlistarhátíðina sjálfa hefast klukkan 10 á föstudag 10. mars á vef hátíðarinnar, braedslan.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.