Skip to main content

Ekki frekari afskipti af máli yfirlæknis hjá HSA

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. okt 2009 17:44Uppfært 08. jan 2016 19:20

Ríkisendurskoðun lýsti því yfir í dag að stofnunin myndi ekki aðhafast frekar í máli Hannesar Sigmarssonar, yfirlæknis Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) á Eskifirði. Heilbrigðisráðuneytið er hvatt til að huga að viðeigandi úrræðum.

Í bréfi Ríkisendurskoðunar segir að yfirlæknirinn hafi í að minnsta kosti 26 tilvikum á tveimur um það bil mánaðarlöngum tímabilum á árunum 2007 til 2009 ofkrafið HSA um þóknanir fyrir vinnu sína. Þetta kom í ljós í úttekt sem stofnunin gerði á störfum læknisins. Hann var seinasta vetur sendur í leyfi frá störfum vegna gruns um fjárdrátt með rangri reikningsaðferð. Lögreglan á Eskifirði og ríkissaksóknari höfðu áður fjallað um grunsemdirnar en fellt ransókninni niður.

Eftir útttektina óskaði Ríkisendurskoðun eftir því að ríkissaksóknari rannsakaði málið að nýju. "Hann vísaði því til lögreglustjórans á Eskifirði sem síðar ákvað að fella það niður þar sem erfitt væri að sanna ásetning í meginþorra rannsóknartilvika. Var þó viðurkennt að færslum hins kærða á sjúkraskrá hefði verið ábótavant og reikningagerð hans hefði vakið grunsemdir um misferli. Ríkisendurskoðun sendi þá ríkissaksóknara fyrirspurn um hvort hann hygðist aðhafast frekar í málinu en svörin gáfu til kynna að ekki væri við því að búast nema honum bærist formleg kæra,"segir í tilkynningunni.