Fíflarækt í Bleiksárhlíð

Kona hafði samband við Austurgluggann í gærdag og vildi koma á framfæri undrun sinni yfir hversu Bleiksárhlíðin á Eskifirði væri seint slegin af bæjarstarfsmönnum, en hálfnað var að slá hana í gær. ,,Þeir passa sig á að fíflarnir séu farnir að gefa frá sér fræ, svo við höfum eitthvað að gera í görðunum okkar í sumar hér í Bleiksárhlíðinni," sagði hún og bætti við að starfsmennirnir sem væru við slátt sæju til þess að það af fræjunum sem ekki hefði þegar fokið í garða íbúa, feyktist þangað núna. ,,Væri ekki ráð að skipuleggja bæjarvinnuna aðeins betur? Í stað þess að hafa ungmennin hangandi yfir sömu blómabeðunum dagana langa mætti skipta þeim niður og hefja slátt í hlíðinni mun fyrr en gert hefur verið til þessa," sagði konan og býr sig undir að sleppa ferðalögum og stinga þess í stað upp fífla í garðinum hjá sér í allt sumar.

dandelionseedhead.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar