Fjarðabyggð tapaði fyrsta leik

Fjarðabyggð tapaði 0-1 fyrir Aftureldingu í fyrstu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu á Norðfjarðarvelli á sunnudag.

 

ImageEina mark leiksins kom eftir um hálftíma leik úr vítaspyrnu sem dæmd var á Hauk Ingvar Sigurbergsson, fyrirliða Fjarðabyggðar, fyrir hendi. Fjarðabyggð fékk ágæt færi til að skora, bæði fyrir og eftir markið. Það besta féll í skaut Ágústs Arnarsonar sem skaut í þverslá í upphafi leiks. Undir lok leiksins voru gestirnir nærri búnir að bæta við marki þegar Srdjan Rajkovic, markvörður Fjarðabyggðar, hætti sér með í sóknina í von um að skora jöfnunarmarki. Mosfellingar náðu boltanum eftir hornið og komu honum fram en Rajko snéri aftur og bjargaði í horn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.