Félagsmálastjórar þinga á Egilsstöðum

Síðari dagur vorfundar Samtaka félagsmálastjóra af landinu öllu er á Egilsstöðum í dag. Er fundurinn samráðsvettvangur yfirstjórnenda velferðarþjónustu sveitarfélaganna. Meðal þess sem rætt er á fundinum eru efnahagsmálin, áhrif þeirra á velferðarþjónustu  og barnavernd og endurskoðun barnaverndarlaga. Sigrún Harðardóttir, doktorsnemi í félagsráðgjöf kynnir verkefni sitt um stöðu nemenda með ADHD innan skólakerfisins og það úrræða- og þekkingarleysi í umhverfi barnanna sem kemur í veg fyrir að þau geti nýtt þroskamöguleika sína sem skyldi.

nttfatapart.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar